Heritage of the past

Group Exhibition / Samsýning

Heritage of the past - future of the community

Sýningin Heritage of the past - future of the community er óður til yfirgefins Herragarðs í Foeni, Rúmeníu. Herrasetrið var byggt 1750 af rúmensku aðalsættinni Mocioni sem er helst þekkt fyrir að hafa barist fyrir réttindum Rúmena og unnið að því að upplyfta rúmenskri menningu. Síðan þá hefur húsið þjónað samfélaginu með ýmsum hætti og gengt ólíkum hlutverkum, baðhús, leikskóli, menningarmiðstöð og diskótek svo eitthvað sé nefnt. Húsið sjálft er uppfullt af sögu staðarins og samfélagsins í kring og ber merki þeirra ólíku lífsskeiða sem það hefur séð. Samband þess við samfélagið er eins og rauður þráður í gegnum sögu hússins sem endurspeglar bæði það góða og slæma í sögu staðarins.

Sýningin er hluti af verkefni sem stefnir að því að endurbyggja og varðveita herrasetrið í þeim tilgangi að opna þar menningarhús í von um að húsið geti enn á ný þjónað samfélaginu í kring. Þegar byggingin hefur verið endurreist að fullu verður sýningin sett upp þar. Á sýningunni sækja listamennirnir innblástur til þessarar merku byggingar með einum eða öðrum hætt, hvort sem það er til efnislegra eða sögulegra eiginleika hennar eða til samfélagsins og tengsla þess við hana.

Listamenn: Andrada DAMIANOVSKAIA, Ana-Maria Szollosi, Corina Nani, Rebekka Ashley Egilsdóttir, Renée Renard, SAINT MACHINE, Sara Björg Bjarnadóttir, Sorin Scurtulescu

Listamaður: Group Exhibition / Samsýning

Sýningarstjórar: Odda Júlía Snorradóttir, Alexandru Babusceac

Dagsetning:

09.03.2024 – 22.03.2024

Staðsetning:

SÍM Gallery

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginSýning

Opnunartímar:

Mán – sun: 12:00 – 16:00

Fimmtudagurinn langi opið til kl. 20:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur