Járn, hör, kol og kalk
Þóra Sigurðardóttir
Í miðpunkti innsetningarinnar eru nokkrir járnskúlptúrar með hillum og sýningarkössum sem innihalda bæði fundna og manngerða hluti. Þetta safn jarðneskra hluta hefur margslungið yfirborð sem kallar á snertingu; þarna eru uppþornaðar leifar eftir matargerð og lífræn efni á borð við plöntuleifar, pappír, bein og dún, en einnig postulín, járn, kopar og steinn. Í þessu persónulega safni sést hvaða áhrif umbreyting hversdagslegra hluta hefur á næmi listakonunnar og hvernig hún bregst við þeim í listsköpun sinni.
Listamaður: Þóra Sigurðardóttir