Ljóð salatbeðsins
Jasa Baka, Anna Hrund Másdóttir

Annabelle’s home kynnir með stolti fyrsta samstarfsverkefni sjónlistakvennanna Önnu Hrund Másdóttur og Jasa Baka. „Ljóð salatbeðsins“ kveikir á því ójarðneska, annars heimskennda og andlega og kallar fram draumkenndar aðstæður í súrrealískt sviðsettu svefnherbergi. Glóandi salatbeð, hversdagslegir hlutir og andagæddir postulínsvinir eru hlaðnir orku úr sálrænni veröld listamannanna með fórnum og óskum.
Listamenn: Jasa Baka, Anna Hrund Másdóttir