Sem kom í gegn
Jasa Baka
Verkin gefa rými fyrir leikræna dulspeki. Verur úr andatrú, náttúrugöldrum og innblásinni goðafræði stíga á stokk. Þau verða til út frá sjálfsprottnum teikningum og bera titla á borð við Frjósemisgyðja, Sfinx, Blár búkur, Véfrétt og Dalastúlka. Verkin taka á sig myndir í leir, steinleir og postulín. Jasa býr til gátt á milli efnis, uppspuna, þjóðsagna og síns eigin draumkennda eðlis, en þaðan miðlar hún persónugerðum hins heilaga kveneðlis.
Listamaður: Jasa Baka