Titill á sýningu

Örn Alexander Ámundason

Örn Alexander Ámundason, Titill á sýningu

Þessi sýning er ekki með neina fagurfræði, engan leik með liti eða form. Það eru engar áleitnar, tilvistarlegar spurningar eða skilaboð til áhorfandans um samfélagsleg vandamál eða náttúruvá. Það eru engar heimspekilegar vangaveltur, enginn leikur, engin ljóðræna, enginn mínímalismi eða konsept. 

Hér eru til sýnis GRUNNUPPLÝSINGAR. Upplýsingar sem við getum ekki annað en verið sammála um. Opnunartími sýningarrýmissins, heimilisfang, tölvupóstur. Þetta eru staðreyndir sem eru óumdeilanlegar. Þessar staðreyndir eru notaður sem grunnur til að miðla staðreyndum um þessa sýningu sem þið eruð að horfa á. Þær staðreyndir eru líka ÓUMDEILANLEGAR; Nafn listamanns, sýningartímabil, titill sýningar, tegund sýningar o.s.frv.

Örn Alexander Ámundason (f. 1984) útskrifaðist með MFA-gráðu frá Listaháskólanum í Malmö (2011). Meðal nýlegra sýninga og gjörninga má nefna einkasýningarnar Iðavellir í Listasafni Reykjavíkur (2021) Inngangskúrs í slagverki, Kling og Bang (2020) og Tickle, með Unu Margréti Árnadóttur, Arsenic í Lausanne (2020); Hópsýning í Nýlistasafninu (2015) og Nokkur nýleg verk í Listasafni Reykjavíkur (2016); ásamt Kunsthalle Exnergasse, The Armory Show og Platform Belfast. Ásamt því að vinna að eigin myndlist er Örn stofnmeðlimur listamannarekna rýmisins Open í Reykjavík.

Listamaður: Örn Alexander Ámundason

Dagsetning:

05.10.2024 – 03.11.2024

Staðsetning:

Skaftfell

Austurvegur 42, 710 Seyðisfjörður, Iceland

Merki:

AusturlandSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
Þriðjudagur11:00 - 16:00
Miðvikudagur11:00 - 16:00
Fimmtudagur11:00 - 16:00
Föstudagur11:00 - 16:00
Laugardagur11:00 - 16:00
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5