Útlit loptsins - Veðurdagbók

Einar Falur Ingólfsson

Einar Falur Ingólfsson, Útlit loptsins, veðurdagbók.

Veðurdagbókin Útlit loptsins er hryggjarsúlan í röð myndlistarverka um veður og tíma sem Einar Falur Ingólfsson vann að 2022 til 2023 sem fulltrúi Íslands í fjölþjóðlegu verkefni um veðrið, Veðurneti heimsins – World Weather Network, en þátt í því tóku myndlistarstofnanir í 28 löndum. Stóran hluta þess tíma var Einar Falur staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi.

Veðurdagbókin samanstendur af 366 verkum sem byggja á þremur þáttum, ljósmynd og veðurskráningu tveggja tíma. Í eitt ár tók Einar Falur ljósmynd af himninum á hádegi og er hún birt ásamt opinberri veðurskráningu á sama augnabliki. Kallast hún á við veðurskráningu Árna Thorlaciusar (1802-1881) í Stykkishólmi 170 árum fyrr. Veðurdagbókin Útlit loptsins er sýnd í fyrsta skipti í heild auk annarra ljósmynda- og vídeóverka um veður og tíma.

Einar Falur er bókmenntafræðingur og með MFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York. Verk hans hafa verið sýnd víða um lönd og eru í eigu helstu listasafna á Íslandi.

Listamaður: Einar Falur Ingólfsson

Dagsetning:

28.09.2024 – 12.01.2025

Staðsetning:

Listasafnið á Akureyri

Kaupvangsstræti 8, 600 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýning

Opnunartímar:

júní-ágúst 10 — 17 alla daga

september-maí

12 — 17 alla daga

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5