Innangarðs og utan: söfnun á jaðrinum - málþing

06.03.2024
Málþing Innangarðs og utan

Safnasafnið og Nýlistasafnið leiða saman hesta sína í samstarfi við Norræna húsið og blása til málþings um söfnun á jaðrinum, umhverfi safna með sértæk markmið og söfnunargildi – hvert hlutverk þeirra sé innan vistkerfi lista og hvert þau stefna.

Málþingið Innangarðs og utan: söfnun á jaðrinum fer fram fimmtudaginn 14. mars, kl: 15:00 í Norræna húsinu. Aðgangur er ókeypis. Viðburðurinn fer fram á íslensku en verður textaður og túlkaður á ensku í rauntíma.

Erindi flytja:

Margrét M. Norðdahl, stofnandi Listvinnslunnar, í stjórn Listar án landamæra og áður í stjórn Safnasafnsins

Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, safneignarfulltrúi Nýlistasafnsins

Elísabet Gunnarsdóttir, formaður stjórnar Myndlistarmiðstöðvar og forstöðumaður Listasafns ASÍ

Oddný Eir Ævarsdóttir, heimspekingur, skáld og dagskrárgerðarkona

~ stutt hlé með hressingu ~

Pallborð:

Auður Jörundsdóttir, forstöðumaður Myndlistarmiðstöðvar

Helga Lára þorsteinsdóttir, safnstjóri safnkosts RÚV og einn fulltrúa Safnaráðs

Sigurjón Baldur Hafsteinsson prófessor í safnafræðum í Háskóla Íslands

Ingibjörg Jóhannsdóttir, safnstjóri Listasafns Ísland

Stjórnendur og spyrlar eru Sunna Ástþórsdóttir (formaður stjórnar Nýlistasafnsins) og Unnar Örn Jónsson (myndlistarmaður og stjórnarmaður Safnasafnsins)

Aðgengi í Elissa (salur) er gott. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð.

Athugið að viðburðurinn fer fram á íslensku en verður textaður og túlkaður á ensku í rauntíma.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur