Óskað eftir hugmyndum

18.11.2024
ÍMV 2025 merki

Nú er hægt að leggja til hugmyndir að tilnefningum til Íslensku myndlistarverðlaunanna, sem veitt verða í áttunda skipti í mars. Leitað er eftir hugmyndum að tilnefningum fyrir myndlistarmann ársins og einnig til hvatningarverðlaunanna.

Smelltu hér til að senda inn tillögu

Frestur til að senda inn tillögur rennur út á miðnætti, mánudaginn 16. desember.

Myndlistarráð stendur að Íslensku myndlistarverðlaununum og eru þau veitt í nafni ráðsins. Markmið verðlaunanna er að heiðra myndlistarmenn á Íslandi, hvetja til nýrrar listsköpunar og efla kynningu á myndlist, innanlands sem utan.

Verðlaunin Myndlistarmaður ársins eru veitt myndlistarmanni sem þykir hafa skarað framúr með nýlegum verkum og sýningu á Íslandi á árinu 2024. Verðlaunafé er 1 milljón krónur.

Hvatningarverðlaun, 500 þúsund krónur, eru veitt starfandi myndlistarmanni sem nýlega hefur komið fram á sjónarsviðið og vakið athygli með verkum sínum.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Um okkur