Opið fyrir umsóknir í myndlistarsjóð – fyrri úthlutun 2024

08.01.2024

ATH: Vegna kerfisbilunar hefur umsóknarfrestur í myndlistarsjóð verið framlengdur til þriðjudagsins 13. febrúar kl. 16:00. Lesa meira

-------

Umsóknarfrestur fyrri úthlutunar úr myndlistarsjóði árið 2024 er til kl. 16:00 mánudaginn 12. febrúar. Hlutverk myndlistarsjóðs er að veita verkefnastyrki til undirbúnings verkefna og til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna.

Myndlistarsjóður veitir:

  • Undirbúningsstyrki – veittir til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar er hægt að sækja um styrk til framkvæmdar.     
  • Styrki til sýningarverkefna – viðburðir sem fara fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.
  • Útgáfustyrki, rannsóknarstyrki og aðra styrki – veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra verkefna sem ekki falla undir aðra liði.

Lágmarksupphæð styrkja er 300.000 kr og hámarksupphæð er 3.000.000 kr. Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði verkefna og því þarf umsækjanda að brúa 30% mótframlag.

Styrkir eru veittir til myndlistarfólks, sýningarstjóra, listfræðinga og sjálfstætt starfandi fagfólks á sviði myndlistar. Í þeim tilvikum sem sótt er um styrk vegna sýningarraða eða samsýninga eru skipuleggjendur hvattir til þess að senda inn eina umsókn fyrir verkefnið í heild, í stað umsókna frá einstökum sýnendum. Ef þátttakendur velja til að senda inn umsóknir fyrir sínu framlagi, þá er mælst til þess að ekki sé send inn umsókn vegna verkefnisins í heild. Hafi umsækjandi hlotið styrk úr sjóðnum áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef greinargerð hefur verið skilað.

Til úthlutunnar eru 40 milljónir og tilkynnt verður um niðurstöðu í apríl. Myndlistarráð úthlutar styrkjum úr myndlistarsjóði samkvæmt úthlutunarstefnu.

Umsóknareyðublað

Umsóknareyðublaðið, leiðbeiningar og upplýsingar um matsferli er aðgengilegt hér.

Í umsókn er beðið um eftirfarandi:

  • upplýsingar um umsækjanda og þátttakendur
  • ferilskrá
  • mynd sem má nota í kynningartilgangi
  • verkefnalýsingu
  • verkáætlun
  • kostnaðaráætlun og fjármögnun verkefnis

Umsóknir skulu vera á íslensku sé þess kostur, en annars má finna umsóknarform á ensku. 

Vinsamlega athugið að myndlistarsjóður styrkir vinnu sérfræðinga, laun tæknimanna, efniskostnað, tækjakostnað, vef- og fjölmiðlakynningu, skráningu og ljósmyndatöku, hönnun og umbrot, prentkostnað og annað sem tengist verkefninu. Sjóðurinn styrkir ekki ferðalög, þóknun til listamanna, rekstur vinnustofu eða veitingar í tengslum við viðburði.

Gagnlegir hlekkir

Vefur myndlistarsjóðs: www.myndlistarsjodur.is

Reglur myndlistarsjóðs: https://island.is/reglugerdir/nr/0552-2014

Úthlutunarstefna myndlistarsjóðs 2022-2025

Myndlistarlög: https://www.althingi.is/lagas/152c/2012064.html 

Hafa samband

Ef upp koma fyrirspurnir varðandi umsóknarferlið, vinsamlegast sendið tölvupóst á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur