Upplýsingar fyrir styrkhafa

Skilmálar

Við kynningu þeirra verkefna sem fá styrk úr myndlistarsjóði ber að taka fram nafn myndlistarsjóðs hvort sem er rafrænt eða á prenti: Myndlistarsjóður / Icelandic Visual Arts Fund

Styrkþegum útgáfustyrkja ber að skila inn eintaki af útgáfum á skrifstofu sjóðsins.

Greiðsla styrkja

Styrkir eru greiddir þegar styrkhafi sendir beiðni um greiðslu ásamt upplýsingum um tilvísunarnúmer, kennitölu og bankaupplýsingar til info@myndlistarsjodur.is. Vinsamlega athugið að greiðsla getur tekið allt að 4-8 vikur.

Styrkir undir 800.000 krónum eru greiddir út í einu lagi.

Styrkir yfir 800.000 krónum eru afgreiddir í tveimur greiðslum. Fyrri greiðsla, 80% af heildarstyrkupphæð, er greidd eftir að beiðni berst og seinni greiðsla, 20%, er greidd út eftir að greinargerð hefur verið skilað inn vegna verkefnisins.

Sjái umsækjandi sér ekki fært að vinna verkefnið getur hann afþakkað styrkinn.

Greinargerðir og áfangaskýrslur

Greinargerðum skal skilað í síðasta lagi þremur mánuðum eftir að verkefninu lýkur, nema um annað sé samið.

Greinargerð þarf að innihalda upplýsingar um:

  • framvindu verkefnis sem hlaut styrk úr myndlistarsjóði, árangur þess og afrakstur.
  • nýtingu styrks, sundurliðun kostnaðar, aðra styrki og tekjur.
  • hvort forsendur verkefnis, markmið, verkáætlun, skipulag og kostnaður hafi breyst og þá hvers vegna.

Ef styrkir eru veittir til lengri tíma er skal skila árlegri áfangaskýrslu um framgang verkefnisins.

Breytingar eða tafir á verkefninu

Sjái umsækjandi sér ekki fært að vinna verkefnið getur hann afþakkað styrkinn.

Séu tafir á verkefninu eru styrkþegar beðnir um að senda myndlistarsjóði upplýsingar um stöðu mála innan árs frá svarbréfi. Beiðni um frest skal vera rökstudd og send í tölvupósti á info@myndlistarsjodur.is. Jafnframt er heimilt að hafna umsóknum viðkomandi styrkþega um nýja styrki þar til úrbætur hafa verið gerðar að mati myndlistaráðs.

Heimilt er að krefjast endurgreiðslu hafi verkefni sem hlotið hefur styrk ekki verið unnið í samræmi við umsókn og þau gögn sem styrkveiting var byggð á, hafi verkefnið ekki verið unnið samkvæmt skilmálum sjóðsins eða greinargerð hafi ekki

Merki sjóðsins

Við kynningu þeirra verkefna sem fá styrk úr myndlistarsjóði ber að taka fram nafn sjóðsins hvort sem er rafrænt eða á prenti.

MLS merki hvítt 16:9

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur