Um myndlistarsjóð
Myndlistarsjóður var stofnaður árið 2013. Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem ráðherra setur.
Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun til myndlistarráðs.
Hafa samband: info@myndlistarsjodur.is