Seinni úthlutun úr myndlistarsjóði 2022

29.09.2022

Myndlistarsjóður hefur lokið við seinni úthlutun fyrir árið 2022. Úthlutað var að þessu sinni 47 milljónum króna til 69 fjölbreyttra verkefna í formi undirbúnings, rannsókna, útgáfu og sýninga. Sjóðnum bárust 162 umsóknir og alls var sótt um tæplega 150 milljónir króna. Árangurshlutfall umsókna var að meðaltali 31% og hægt var að sækja um 70% af heildarkostnaðaráætlun.

Listi yfir styrkþega er aðgengilegur hér

Fyrsta úthlutun sjóðsins var árið 2013 og frá byrjun hafa sjóðnum borist 2713 umsóknir. Síðustu tíu ár hefur sjóðurinn úthlutað 508 milljónum króna, þar með talið sérstakri úthlutun vegna Covid árið 2020 upp á 57 milljónir.

Í úthlutunarnefndum að þessu sinni sátu: Anna Jóhannsdóttir frá Listasafn Íslands, Margrét Elísabet Ólafsdóttir frá Listfræðafélag Íslands, Katrín Elvarsdóttir og Hlynur Helgason frá Sambandi íslenskra myndlistarmanna auk Ólafar Gerðar Sigfúsdóttur og Leifs Ýmis Eyjólfssonar.

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5