Fimmtudagurinn langi — myndlist í borginni!
Síðasti fimmtudagur hvers mánaðar kallast Fimmtudagurinn langi í myndlistarsenunni í Reykjavík. Þá bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma, gjarnan viðburði eins og opnanir, gjörninga, leiðsagnir eða eitthvað annað spennandi. Þá er um að gera að nota tækifærið og njóta myndlistar og annars sem miðborgin hefur upp á að bjóða.
Fimmtudagurinn langi nýtur stuðnings Miðborgarsjóðs