Myndlist á Íslandi

Tímaritið Myndlist á Íslandi er gefið út einu sinni á ári. Ritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist. 

Tímaritið Myndlist á Íslandi (Art in Iceland) er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku. Ritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist. Í tímaritinu eru fjölmargar greinar, viðtöl og umfjallanir, m.a. um sýningar og viðburði á undangengnu ári, fjallað er á gagnrýninn hátt um starfsumhverfi myndlistarinnar og stöðu þess listafólks sem myndar senuna á Íslandi. Við birtum einnig umfjöllun Myndlistarráðs um handhafa Myndlistarverðlaunanna, listaverk í pappírsgalleríinu okkar, umfjöllun um Íslenska skálann á Feneyjatvíæringnum, aðsendar greinar og fleira. Tímaritið er samstarfsverkefni Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), Myndlistarmiðstöðvar, myndlistardeildar Listaháskóla Íslands, Listfræðafélags Íslands og Myndlistarráðs.

Valdar greinar

Greinin Tikkað í box eftir Lukas Bury birtist í 3. tbl. af Myndlist á Íslandi. Í greininni rýnir Lukas starfsumhverfi listamanna af erlendum uppruna á Íslandi.

Lukas_Bury_checkbox

Um blaðið

Í ritstjórn sitja Becky Forsythe, Hólmar Hólm og Eva Lín Vilhjálmsdóttir

Stjórn tímaritsins skipa Anna Eyjólfsdóttir (f.h. SÍM), Auður Jörundsdóttir (f.h. Myndlistarmiðstöðvar), Ásdís Spanó (f.h. Myndlistarráðs), Bjarki Bragason (f.h. Listaháskóla Íslands) og Margrét Áskelsdóttir (f.h. Listfræðafélags Íslands).

Hafa samband

Við tökum við tillögum að efni í tímaritið allan ársins hring. Hægt er að senda okkur tölvupóst með fyrirspurnum á myndlistaislandi@gmail.com. Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook og Instagram.

Söluaðilar

Eymundsson

Listasafn Íslands

Listasafn Reykjavíkur

Gerðarsafn

Hafnarborg

Listasafn Árnesinga

Listasafnið á Akureyri

Nýlistasafnið

Skaftfell

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5