0°0°Núlleyja á Hlaupársdag
Hekla Dögg Jónsdóttir
Hlaupársdagur er lokadagur sýningarinnar 0°0° Núlleyja á Kjarvalsstöðum og verður hann fullnýttur til listsköpunar. Fimmtudagurinn 29. febrúar verður opið verður á Kjarvalsstöðum til kl. 22.00.
Listamaðurinn Hekla Dögg Jónsdóttir mun sýna kvikmyndaverk sín Framköllun, 2015 og Revolvement, 2018 í fundarherbergi Kjarvalsstaða þar sem gestir geta komið sér vel fyrir og horft á verkin í heild sinni. Styttri vídeóverk verða sýnd í hléum.
Gjörningur Heklu Daggar Guiding Light frá árinu 2004 verður endurfluttur kl.17.00 sem var fyrst fluttur í leikhúsi listamanna í Klink og Bank og svo í Roxy / NoD tilraunaleikhúsinu í Prag Tékklandi 2007.
Yfir daginn mun listamaðurinn gera tilraunir til þess að virkja verkið Svið, 2023 með hjálp gesta.
Á hlaupársdag, fimmtudaginn 29. febrúar.
10:00–22:00 Kvikmyndaverk Heklu Daggar í fundarherbergi Kjarvalsstaða.
10:00 Kvikmyndin Framköllun
10min hlé
11:30 : Kvikmyndin Revolvement
10min hlé
13:00 : Kvikmyndn Framköllun
10min hlé
14:30 : Kvikmynd Revolvement
10min hlé
16:00 : Kvikmynd Framköllun
10min hlé
17:30 : Kvikmynd Revolvement
10min hlé
19:00 : Kvikmynd Framköllun
10min hlé
20:30 : Kvikmynd Revolvement
17:00–18:00 Gjörningurinn Guiding Light frá 2004 endurfluttur.
Um verkin:
Framköllun 01:24:22 min
2015
Kvikmyndin var tekin upp á sýningunni Framköllun sem Hekla setti upp í Hafnarborg 2015. Listamönnum var boðið taka upp eina rúllu af svarthvítri 16 mm filmu og myndskeiðin eru sköpunarverk listamanna sem Hekla fékk til þátttöku í verkinu.
Eftirtaldir listamenn hafa þegar tekið upp myndskeið:
Kolbeinn Hug Höskuldsson, Claudia Hausfeld, Sigurður Gudjónsson, Erling Klingenberg, Gjörningaklubburinn, Ásdis Sif Gunnarsdóttir, Unnar Orn J. Audarson, Hannes Larusson, Rakel Gunnarsdóttir, Hulda Stefánsdóttir, Sara Björnsdóttir, Asta Fanney Sigurdardóttir, Curver,Sunneva Weisshappel & Klävs Liepins, Halldór Ulfarsson, Aki Asgeirsson & Páll Ivan Pálsson, Haraldur Jónsson, Öskar Kristin Vignisson, Audur Omarsdóttir, Sigga Björg Sigurdardóttir, Hildigunnur Birgisdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Ragnar Kjartansson, Bjargey Ölafsdóttir, Sirra Sigrún Sigurdardóttir, Lukka Sigurdardóttir, Þórdís Adalsteinsdóttir, Þórdís Adalsteinsdóttir & Katrín I. Hjördísardóttir, Ilmur Stefánsdóttir, Ólafur Sveinn Gislason, Páll Banine, Hekla Dögg Jonsdóttir
Kvikmyndatokur Filming Claudia Hausfeld
Framköllun Processing Sisters Lumière
Aòstodarmadur Assistant Audur Omarsdóttir
Revolvement 01:20:25 min
2018
Listamenn tóku upp 3 mínúntna myndskeið á videovél sem fór stöðugt í kring um súlu í miðju upptökurýminu sem var hluti af sýningunni Evolvement sem Hekla setti upp í Kling & Bang 2018 .
Florence Lam, Sirra Sigrún Sigurðardóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Magnús Logi Kristinsson, Bjargey Ólafsdóttir, Evu Signý Berger & Darwin, Erling Klingenberg, Rúnar Örn Marinósson,Veigar Ölnir Gunnarsson, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Hannes Lárusson, Ragnhildur Lára Weisshappel, Þórdís Aðalsteinsdóttir, Margrét Bjarnadóttir, Gjörningaklúbburinn, Ylva Frick, Auður Ómarsdóttir, Rakel Gunnardóttir, Ólafur Sveinn Gíslason, Haraldur Jónsson, Lukka Sigurðardóttir, Unnar Örn J. Auðarson, Ylfa Þöll Ólafsdóttir, Þorbjörg Jónsdóttir
Tökustjóri Hekla Dögg Jónsdóttir.
Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.
Listamaður: Hekla Dögg Jónsdóttir