Úthverft á hvolfi

Kristinn E. Hrafnsson

Kristinn E Hrafnsson Gallerí Úthverfa

Um þessa sýningu, ÚTHVERFT Á HVOLFI, segir Kristinn: Sýningarstaður sem heitir jafn inspírererandi nafni og ÚTHVERFA hlýtur að hafa áhrif á það hvernig maður vinnur og raðar hlutunum saman. Titil sýningarinnar má rekja til staðarins, en við vinnslu hennar rifjuðust upp ævagömlum verk um speglun hluta og hugmynda sem kalla má umsnúninga. Þetta eru verk um rýmið og staðinn á réttunni og röngunni, samhverfuna og speglunina og auðvitað pósitívuna og negatívuna. Ég er í raun enn að gera þetta, þó með öðrum hætti sé og ekki endilega sem úthverfu, heldur sem sjónarhorn, en í ákveðnu samhengi má segja að það sé eitt og hið sama. Sjónarhornin ráða því hvernig við sjáum og upplifum hlutina. Heimurinn úthverfur á hvolfi er jafn raunverulegur heimur og hinn - það er bara eitt sjónarhorn af mörgum.

Kristinn mun flytja stuttan performans við opnun sýningarinnar.

KRISTINN E. HRAFNSSON fæddist árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði myndlistarnám í Myndlistaskólanum á Akureyri, við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnámi lauk hann frá Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Kristinn hefur verið virkur við sýningarhald í áratugi og er verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi, sem og í opinberum stofnunum og einkasöfnum. Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með arkitektum.

Kristinn sýndi síðast í Úthverfu (þá Slunkaríki) árið 1996.

Listamaður: Kristinn E. Hrafnsson

Dagsetning:

09.08.2024 – 01.09.2024

Staðsetning:

Gallerí Úthverfa

Aðalstræti 22, 400 Ísafjörður, Iceland

Merki:

VesturlandSýning

Opnunartímar:

MánudagurLokað
ÞriðjudagurLokað
MiðvikudagurLokað
Fimmtudagur16:00 - 18:00
Föstudagur16:00 - 18:00
LaugardagurLokað
SunnudagurLokað

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5