Útsala

Arnar Herbertsson (1933- 2024)

Arnar Herbersson safnasafnid

Safnasafnið minnist Arnars Herberssonar, sem féll frá fyrr á árinu, með sýningu á sjaldséðum grafíkverkum sem hann vann á árunum 1967-1971. Árið 2016 gaf Arnar Safnasafninu prentplöturnar af grafíkverkum frá þessu árabili og var þá stax ráðist í að varðveita þær og rannsaka með það að makmiði að sýna og miðla til listunnanda. Verkin mikilvægur og óvenjulegur minnisvarði um framlag Arnars til grafíklistar hér á landi. Verkin sýna margslungnar og lagskiptar senur þar sem viðfangið er manneskjan, ráðvillt og veikburða í vélvæddum heimi tækni og sölumennsku. Í forgrunni eru umbrot sálarlífsins, innri togstreita og viðkvæmni manneskjunnar. Verkin minna á óræðan draum, þar sem dreymandinn er ófædd vera sem hniprar sig saman í þeirri von að öðlast skjól á ferðalagi sínu um miskunnarlausan heim tæknidýrkunar og sölumennsku. Verkin eru unnin í djúpþrykk frá 1967-1971, endurprentuð af listamanninum Joe Keys á þessu ári.

Listamaður: Arnar Herbertsson (1933- 2024)

Dagsetning:

12.05.2024 – 22.09.2024

Staðsetning:

Safnasafnið

Svalbarðseyri, 601 Akureyri, Iceland

Merki:

NorðurlandSýningHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

12. maí - 22. sep. Opið daglega: 10 – 17

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5