Kynningarmiðstöð hefur umsjón með Myndlistarsjóði. Úthlutað er úr myndlistarsjóði tvisvar á ári. Hlutverk myndlistarsjóðs samkvæmt myndlistarlögum er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs. Þannig skal stuðlað að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.