Útgáfufögnuður kl. 17:00 — Bláleiðir bókverk

Guðrún Kristjánsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir

Blaleidir 2024 FL

Listasafn Reykjavíkur og útgáfufyrirtækið Eirormur kynna útgáfu viðamikils bókverks eftir Oddnýju Eir, Guðrúnu Kristjánsdóttur og Snæfríð Þorsteins en verkið birtir kjarna arfleifðar myndlistarkonu og um leið margra ára samvinnu mæðgna á sviði listarinnar. Bláleiðir er flettirit, listrænn leiðarvísir um auðn, innlönd, umbreytingar, náttúruvernd, bláma og þrá. Við sláumst í för með myndlistarkonu sem í fjöldamörg ár ferðaðist um landið og skráði hjá sér íhuganir sínar og upplifanir. Tilraun hennar til að gera náttúruupplifun sinni skil á mörkum myndlistarstefna og miðla og skapa sér vinnurými í fjölskyldulífi birtist í bókverkinu sem eins konar uppgjör. Oddný Eir rithöfundur veitir persónulega innsýn í æviverk listakonunnar móður sinnar Guðrúnar Kristjánsdóttur en verkið er unnið í náinni samvinnu þeirra og Snæfríð Þorsteins hönnuðar. Aðaltexti bókarinnar, sjálfsævisagan Bréf til Luise, er einnig á ensku í bókverkinu.

Listamenn: Guðrún Kristjánsdóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir

Dagsetning:

29.08.2024

Staðsetning:

Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir

Flókagata 24, 105 Reykjavík, Iceland

Merki:

MiðborginViðburðurFimmtudagurinn langiHjólastólaaðgengi

Opnunartímar:

Opið daglega 10:00 – 17:00

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Hildigunnur BIRGISDÓTTIR, Approx. 7% (2024), Icelandic Pavilion
ÍMV 2024 handhafar Ljósmynd: Sunday & White
Austurstræti 5