Spurt og svarað

Hverjir geta sótt um ?

Sjálfstætt starfandi listamenn og fræðimenn, félagasamtök, hópar og stofnanir sem vinna að verkefnum sem stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.

Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Að jafnaði er hvorki gert ráð fyrir styrkveitingum til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, né til verkefna og viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Myndlistarsjóður veitir ekki ferðastyrki.

Söfn og sýningarstaðir geta ekki sótt í sjóðinn fyrir þóknun og launum til listmanna.

Listamenn geta ekki sótt í sjóðinn fyrir sínum eigin launum heldur er þeim bent á að sækja um listamannalaun til Rannís.

Má sækja um á ensku?

Umsóknir skulu vera á íslensku sé þess kostur en annars má finna umsóknarform á ensku

Hvernig er umsóknarkerfið?

Umsóknarformið má finna í rafrænni gátt, https://myndlistarsjodur.eydublod.is/Forms en sama kerfi er í notkun hjá nokkrum opinberum stofnunum, meðal annars Þjóðskrá og safnasjóði.

Notast er við rafræn skilríki í snjallsíma eða íslykil. Upplýsingar um Íslykil eða rafræn skilríki má finna á vefsíðu Ísland.is.

Vistið eftir hvert skref í umsóknarforminu. Ef eyðublað er skilið eftir opið í vafra lengi er hætt við því að eyðublaðið vistist tómt og mikilvægt að vista alltaf áður en vafra er lokað.

Reitir sem merktir eru með rauðri stjörnu verður að svara.

Umsókn verður ekki gild fyrr en ýtt er á „send“ á lokasíðu umsóknarformsins.

Hægt er að skoða umsóknir inn á mínum síðum undir „Send erindi“

Ef farið er út úr umsókn er hægt að fara inn aftur á mínum síðum og finna umsóknina aftur undir „Erindi í vinnslu“ vinstra megin þegar komið er inn á mínar síður.

Fylgigögn – hvernig á að skila þeim inn?

Fylgigögn verður að skila með umsókninni í gegnum umsóknarkerfið.

Heimilt er að senda inn gögn allt að 10 MB á JPEG, PNG, PDF formati.

Ekki er tekið á móti fylgigögnum eftir að umsóknarfrestur er liðinn.

Vandræði við að senda inn umsókn.

Eindregið er mælt með að sækja um með góðum fyrirvara og forðast tímaþröng á síðasta degi. Á lokadegi getur kerfið verið þungt í vöfum vegna álags og hugsanlega leitt til vandræða við frágang umsóknar.

Ef eitthvað er að hindra sendinguna hafði samband við Myndlistarmiðstöð í síma 562-7262 eða á info@myndlistarsjodur.is

Ef umsækjandi sendir inn umsókn á síðustu stunduog lendir í tæknilegum vandræðum tengt umsóknarkerfinu þarf að TILKYNNA það með tölvupósti ÁÐUR EN UMSÓKNARFRESTI LÝKUR og helst að láta skjáskot sem sýna vandamálið fylgja með. Kvartanir um tæknileg vandamál sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða ekki teknar til greina.

Vandamál ótengd umsóknarkerfinu eru að öllu jöfnu ekki tekin til greina og vísað til þess að ávallter opið fyrir umsóknir í að minnsta kosti sex vikur.

Hvernig veit ég að umsókn mín sé móttekin?

Þegar umsókn hefur verið send inn, fær umsækjandi svar á netfang sitt sem hann gaf upp á umsóknarforminu ásamt pdf af umsókn. ATH: Stundum fer svar í ruslsíu póstforrits.

Ef póstur kemur ekki, er hægt að sjá innsendar umsóknir á mínum síðum. Farið inn á „Send erindi“ og þar á að standa „Móttekin“. Einnig er hægt að skoða PDF þar.

Hvenær get ég átt von á svari?

Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eftir 5-6 vikur frá umsóknarfresti. Allir umsækjendur fá svör. Úthlutun styrkja mun birtast á heimasíðu myndlistarsjóðs.

Hvernig eru matsnefndir skipaðar ?

Myndlistarráð stendur að úthlutun styrka úr myndlistarsjóði tvisvar á ári. Ákvörðanir um styrkveitingar er teknar á grundvelli faglegs mats á umsóknum. Við hverja úthlutun eru nýjar matsnefndir skipaðar og umsóknarflokkum er skipt á milli nefnda. Matsnefndir leggja til skiptingu úthlutana og ekki tíðkast að ráðið breyti tillögum nefndanna. Aðkoma ráðsins að ákvörðunum um styrkþega og styrkupphæðir er því takmörkuð.

Má skila mörgum umsóknum?

Ekki eru takmörk á fjölda verkefnastyrkja. Dæmi eru um að sami umsækjandi fá styrki úr tveim mismunandi flokkum myndlistarsjóðs til ólíkra verkefna. Margar innsendar umsóknir tryggja ekki styrk úr sjóðnum – það eru gæði umsókna sem gilda.

Í þeim tilvikum sem sótt er um styrk vegna sýningarraða eða samsýninga hvetur myndlistarráð skipuleggjendur til þess að senda inn eina umsókn fyrir verkefnið í heild í stað umsókna frá einstökum sýnendum. Ef þátttakendur velja að senda inn umsóknir fyrir sínu framlagi, þá er mælst til þess að ekki sé send inn umsókn vegna verkefnisins í heild.

Hafa samband: Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og ábendingar á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur