Matsferli og viðmið

Matsnefnd

Fyrir hverja umsóknarlotu eru settar saman matsnefndir með fulltrúa úr myndlistarráði og tveimur gestum úr fagumhverfinu. Nefndirnar leggja faglegt mat á gæði verkefna og meta styrkhæfi út frá gildi þeirra fyrir íslenska myndlist, bæði hér á landi og erlendis. Að lokinni ítarlegri yfirferð skilar nefndin tillögu til myndlistarráðs sem tekur endanlega ákvörðun um úthlutun.

Ekki verður sjálfkrafa úthlutað til allra verkefna sem standast lágmarksviðmið myndlistarráðs, heldur munu upphæðir og fjöldi styrkja ráðast af ráðstöfunarfé sjóðsins, fjölda og gæðum umsókna.

Umsækjendur mega ekki hafa samband við ráðsmenn eða matsnefndir vegna umsókna meðan vinnsla umsókna fer fram. Öllum fyrirspurnum og ábendingum skal beina til Myndlistarmiðstöðvar. Brot á þessu getur leitt til þess að umsókn verði vísað frá.

Matskvarði

Mat á umsóknum byggist á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:

  • listrænu gildi og mikilvægi verkefnis fyrir eflingu íslenskrar myndlistar, vægi 60%
  • starfsferli, faglegum og/eða listrænum bakgrunni umsækjanda og annarra þátttakenda, vægi 20%
  • að umsækjanda takist að ná þeim markmiðum sem verkefnið miðar að og fjárhagsgrundvelli verkefnisins og/eða hvort umsækjandi hafi hlotið aðra styrki, vægi 20%

Úthlutun

Myndlistarráð úthlutar styrkjum úr myndlistarsjóði að fengnum tillögum frá matsnefndum. Nýjar matsnefndir eru skipaðar við hverja úthlutun af fagfólki. Allir sem koma að afgreiðslu og mati umsókna hjá myndlistarsjóði eru bundnir þagnarheiti. Sjóðurinn fylgir almennum reglum um vanhæfi.

Niðurstaðan er tilkynnt umsækjendum í tölvupósti og birt á heimasíðu sjóðsins myndlistarsjodur.is.

Úthlutanir úr myndlistarsjóði eru endanlegar á stjórnsýslustigi og sæta ekki kæru til ráðherra. Einnig má benda á að skv. 3. tölul. 2. mgr. 21. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, ber stjórnvaldi ekki að veita rökstuðning þegar um er að ræða úthlutun styrkja á sviði lista, menningar eða vísinda.

Spurt og svarað

Ertu með fleiri spurningar? Hér má finna samansafn af algengum spurningum og svör við þeim.

Svipmynd

Hafa samband: Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og ábendingar á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur