Tegund styrkja

Myndlistarsjóður veitir þrjár tegundir styrkja.

Undirbúningsstyrkur: veittur til undirbúnings og þróunar viðamikilla verkefna sem síðar er hægt að sækja um styrk til framkvæmdar.

Sýningarverkefni: viðburðir sem fara fram á afmörkuðu tímabili með skilgreint upphaf og endi.

Útgáfu-, rannsóknar- og aðrir styrkir: veittir til rannsókna á verkum íslenskra listamanna og til útgáfu rita um íslenska listasögu og verk myndlistarmanna auk annarra verkefna sem ekki falla undir aðra liði.

Myndlistarráði er einnig heimilt að styrkja aðra starfsemi til eflingar á íslensku myndlistarlífi m.a. rannsóknir á starfssviði sjóðsins og miðlun upplýsinga um þær sem og styrki til alþjóðlegra verkefna sem starfandi myndlistarmenn frá Íslandi eru þátttakendur í.

Vinsamlegast athugið að:

Myndlistarsjóður veitir ekki ferðastyrki.

Söfn og sýningarstaðir geta ekki sótt í sjóðinn fyrir þóknun og launum til listmanna.

Listamenn geta ekki sótt í sjóðinn fyrir sínum eigin launum heldur er þeim bent á að sækja um listamannalaun til Rannís.

Spurt og svarað

Ertu með fleiri spurningar? Hér má finna samansafn af algengum spurningum og svör við þeim.

Svipmynd

Hafa samband: Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og ábendingar á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur