Leiðbeiningar við gerð umsóknar

Undirbúningur

Áður en vinna við útfyllingu umsóknarformsins fer fram er mjög gott að renna yfir spurningarnar í þeim tilgangi að kortleggja hvaða upplýsingar er verið að biðja um.

Sýniseintak af umsóknarforminu er aðgengilegt hér

Einnig er mælt með að skrifa upp umfangsmeiri texta í ritvinnsluforriti og taka saman öll fylgigögn fyrirfram.

Upplýsingar um umsækjanda

Ef umsækjandi er einstaklingur skráir hann grunnupplýsingar um sig sjálfan sem umsækjanda.

Ef sótt er um fyrir hönd hóps/stofnunar/félags þarf að skrá grunnupplýsingar um stofnunina sem sækir um og upplýsingar um tengilið verkefnis.

Ferilskrá

Hægt er að skila inn ferilskrá sem fylgiskjal eða hlekk.

Vinnutitill verkefnis

Þarf að vera lýsandi fyrir verkefnið þar sem megininntak verkefnis er hluti af titilinum – s.s. útgáfa, sýning, rannsókn. Nafnið getur verið hvort sem er nafn á verki/sýningu eða vinnutitill verksins.

Tegund styrks

Hægt er að velja á milli flokkanna undirbúningsstyrkur, sýningarstyrkur eða styrkur til útgáfu-, rannsókna- og annarra verkefna.

Hnitmiðuð lýsing á verkefninu

50 orða lýsing á verkefninu sem myndlistarsjóður má nota til að kynna verkefnið.

Nánari lýsing á verkefninu

Vandaður, einfaldur og skýr texti um verkefnið að hámarki 500 orð.

Greinið frá markmiði, mikilvægi og samheng verkefnis.

Áætlað upphaf og endir verkefnis

Upphaf og endir verkefnisins. Verkefni geta verið í vinnslu í allt að tvö ár.

Ekki eru veittir styrkir til verkefna sem er lokið fyrir settan umsóknarfrest.

Verkáætlun

Hér skal greina frá tímaramma verkefnisins. Gott er að skipta verkefninu upp í verkþætti, t.d. undirbúning, framkvæmd, framleiðsla, kynning og eftirfylgni, þar sem fram kemur hvenær og hvernig það verður unnið.

Þátttakendur

Tilgreina skal alla listamenn sem taka þátt í verkefninu sem og aðra samstarfsaðila, eins og sýningarstjóra, útgefendur, ráðgjafa, stofnanir og fyrirtæki. Fylgja skal boðsbréf eða staðfesting frá samstarfsstofnun ef um sýningu eða vinnustofudvöl er að ræða.

Kostnaðaráætlun

Upphæðir skal tilgreina í tölustöfum og í íslenskum krónum.

Fylla þarf inn í alla reiti.

Ef kostnaðarliður á ekki við skal setja 0 (núll).

Hægt er að hlaða upp kostnaðaráætlun ef umsækjandi vill.

Kostnaðarliðir (styrkhæfir)

Myndlistarsjóður styrkir vinnu sérfræðinga, laun tæknimanna, efniskostnað, tækjakostnað, vef- og fjölmiðlakynningu, skráningu og ljósmyndatöku, hönnun og umbrot, prentkostnað og annað sem tengist verkefninu.

Ef kostnaðarliður er ekki tilgreindur í umsóknarforminu er hægt að setja það í reitina „Annað“

Kostnaðarliðir sem sótt erum um styrk fyrir

Hér skal gera grein fyrir hvaða kostnaðarlið sótt eru styrk fyrir. Hægt er að sækja um styrk fyrir mörgum liðum hluta af liðnum eða öllum liðnum.

Kostnaðarliðir (óstyrkhæfir)

Ekki allir kostnaðarliðir eru styrkhæfir.

Myndlistarsjóður styrkir ekki ferðalög, þóknun til listamanna, rekstur vinnustofu, rekstur sýniningarstaðs eða veitingar í tengslum við viðburði.

Heildarkostnaður verkefnis

Hér skal setja heildarkostnað alls verkefnisins, bæði styrkhæfa og óstyrkhæfa kostnaðarliði.

Hversu háa fjárhæð er sótt um

Hér er tilgreint hversu háa fjárhæð er sótt um í myndlistarsjóð af heildarkostnaði verkefnisins.

Myndlistarsjóður veitir allt að 70% af áætluðum heildarkostnaði og þarf að tilgreina aðra fjármögnun verkefnisins á móti styrknum sem sótt er um til myndlistarsjóðs.

Hámarksupphæð styrkja geta verið allt að 3.000.000 kr. en lágmarksupphæð ekki undir 300.000 kr.

Greinið frá öðrum styrkjum sem umsækjandi hefur sótt um fyrir verkefninu

Þar sem myndlistarsjóður veitir ekki fulla fjármögnun af heildarkostnaði verkefnins, þarf að tilgreina aðra fjármögnun verkefnisins á móti styrknum sem sótt er um til myndlistarsjóð, jafnvel þó að niðurstaða úr þeim umsóknum liggi ekki fyrir.

Greinið frá öðrum styrkjum sem umsækjandi hefur hlotið síðastliðin fimm ár

Hér þarf að tilgreina alla þá styrki sem umsækjandi hefur hlotið síðastliðin fimm ár í þessari röð: fyrri styrkir, ár og upphæð.

Staðfesting/boðsbréf frá samstarfsaðila

Samningar og önnur gögn sem styðja við verkefnið.

Umsóknargögn

Eru gögn umsókninni til stuðnings. Búið til Zip skrá til að setja inn ef um margar skrár er um að ræða. Heimilt er að senda inn gögn allt að 10 MB á JPEG, PNG, PDF formati.

Spurt og svarað

Ertu með fleiri spurningar?

Hér má finna samansafn af algengum spurningum og svör við þeim.

Svipmynd

Hafa samband: Vinsamlegast sendið fyrirspurnir og ábendingar á info@myndlistarsjodur.is

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Dozie, Precious
Perpetual Motion
Um okkur