HK - Queen of Hearts by Sóley Ragnarsdóttir - Gerðarsafn 2024

HK Rannversson í Out There hlaðvarpinu

Heiðar Kári Rannversson er listfræðingur og sjálfstætt starfandi sýningarstjóri sem kom í seinasta þátt Out There til að ræða nýleg verkefni. Hann var deildarstjóri við Nordatlantens Brygge í Kaupmannahöfn frá 2018-2022 og verkefnastjóri fræðslu og viðburða á Listasafni Reykjavíkur frá 2013-2016. Undanfarin tíu ár hefur Heiðar Kári unnið fjölmörg rannsóknar- og sýningarverkefni fyrir innlendar og erlendar liststofnanir, m.a. Nýlistasafnið, Hafnarborg, Listasafn Íslands og Myndlistarmiðstöð. Þá hefur hann sinnt stundakennslu við Háskóla- og Listaháskóla Íslands um árabil. Heiðar Kári hlaut MA próf í listrannsóknum frá Háskólanum í Amsterdam árið 2012 eftir BA nám í Listfræði við Háskóla Íslands og Arkitektúr við Konunglega Listaháskólann í Kaupmannahöfn. Hann hefur verið formaður Listfræðafélags Íslands frá árinu 2023.

Hlaðvarp
ISCP-2024

Auglýst eftir umsóknum: vinnustofudvöl við ISCP sumarið 2025

Myndlistarmiðstöð auglýsir til umsóknar styrk til þriggja mánaða vinnustofudvalar við International Studio & Curatorial Program (ISCP) í New York

Styrkir
Arsenale

Valferli fyrir Feneyjatvíæringinn 2026

Stjórn Myndlistarmiðstöðvar hefur lagt línurnar varðandi val á næsta fulltrúa Íslands á Feneyjatvíæringnum í myndlist sem haldinn verður 2026.

Að þessu sinni verður kallað eftir tilnefningum frá fagfólki og hópum á sviði myndlistar, þ.e. félögum í fulltrúaráði Myndlistarmiðstöðvar og nokkrum öðrum samtökum að auki til að freista þess að fá inn fjölbreyttar tillögur.

Tilkynningar
HB

Íslenski skálinn opnar á Feneyjatvíæringnum

Hildigunnur Birgisdóttur er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum, alþjóðlegu myndlistarsýningarinnar sem nú er haldin í sextugasta sinn.

Tilkynningar
Una Björg Lost Manuals

Lost Manual opnar í Künstlerhaus Bethanien

Sýning Unu Bjargar Magnúsdóttur opnar í Künstlerhaus Bethanien 11. apríl næstkomandi í Berlín. Sýningin markar lok eins árs vinnustofudvalar hennar við KB.

Tilkynningar
Amanda Riffo MLV 2024

Amanda Riffo er Myndlistarmaður ársins 2024

Það var margt um manninn í Iðnó þegar Íslensku myndlistarverðlaunin voru afhent í sjöunda skipti þann 14. mars. Myndlistarráð stendur að baki verðlaunanna sem hafa það að meginmarkmiði að vekja athygli á því sem vel var gert á sviði myndlistar á liðnu ári.

Íslensku myndlistarverðlaunin
Málþing Innangarðs og utan

Innangarðs og utan: söfnun á jaðrinum - málþing

Safnasafnið og Nýlistasafnið leiða saman hesta sína í samstarfi við Norræna húsið og blása til málþings um söfnun á jaðrinum, umhverfi safna með sértæk markmið og söfnunargildi – hvert hlutverk þeirra sé innan vistkerfi lista og hvert þau stefna.

Tilkynningar
Icelandic art prize 2024

Out there: Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna

Tinna Guðmundsdóttir, listamaður og verkefnastjóri, ræðir við Becky og Tinnu um íslensku myndlistarverðlaunin sem hún tekur þátt í að verkefnastýra.

Hlaðvarp
MLV tilkynningar 2024

Tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna 2024

Það er með mikilli gleði og tilhlökkun sem myndlistarráð opinberar tilnefningar til Íslensku myndlistarverðlaunanna árið 2024.

Verðlaunin verða afhent í sjöunda sinn þann 14. mars næstkomandi við mikinn fögnuð í Iðnó.

Íslensku myndlistarverðlaunin
ÍMV 2024 merki

Íslensku myndlistarverðlaunin 2024 – Takið daginn frá

Íslensku myndlistarverðlaunin fara fram í sjöunda sinn þann 14. mars næstkomandi í Iðnó.

Viðburðurinn hefst með gjörningum og fordrykk kl. 19:30, athöfnin byrjar kl. 20:00.

Íslensku myndlistarverðlaunin

Fimmtudagurinn langi - myndlist í borginni!

Síðasta fimmtudagur hvers mánaðar er Fimmtudagurinn langi. Af því tilefni bjóða söfn og sýningarstaðir upp á lengdan opnunartíma. Um að gera að nýta sér tilvalið tækifæri til að bregða sér af bæ og upplifa líflega myndlistarsenu!

Fimm-langi-hringur-16_9

Verkefni

Myndlistarmiðstöð stendur að fjölbreyttum verkefnum innlands og utan: Íslensku myndlistarverðlaununum, hlaðvarpinu Out There, Umræðuþráðum, Sequences hátíðinnig og tímaritinu Myndlist á Íslandi

Svipmynd

Fylgið okkur á Facebook og Instagram

Hrafnhildur Arnardóttir, Shoplifter, chromo
Dozie, Precious
Perpetual Motion
Islensku myndlistarverdlaunin 2023
Um okkur